Vetnisþróunin

Mikið er gaman að sjá loksins Rannís fjalla um vetni. Ég hef unnið í evrópusamstarfsverkefnum um vetni frá 2001 og get ekki sagt annað en að sambandið hafi alltaf verið jákvætt við að styrkja þróunar og skipulagsverkefni (svona tenglsanet milli vetnisfyrirtækja og rannsóknastofna). Það breytir því ekki að aksjónin hefur færst mest norður á bóginn svo að núna er meira um að vera í notkun vetnistækni og rekstur vetnisstöðvar. En um alla Évrópu eru ríki, héröð og borgir búin að skipuleggja sig og eru nú að færast yfir í aðgerðarfasann. Við kannski byrjuðum dolitð á framkvæmdaendanum og stuðningskerfi fyrir vetnisverkefni á Íslandi. Við erum nefnilega ekki í samkeppni um það hver vinnur eldsneytisástandið, við erum að vinna öll að sama markmiði: tryggja að við höfum eldsneyti til framtíðar, reyna að draga úr útblæstri frá samgöngum eins og hægt er og draga úr kostnaði eins og kostur er. Við trúum því að þessi hreina tækni eigi talsvert í land með að verða fullkomin og ódýr, en við byrjuðum líka á þessu með hreinleikann!
mbl.is Lagt til að hraða þróun vetnistækninnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband